Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 29. október 2024 10:33
Elvar Geir Magnússon
Jóhann Birnir verður áfram með ÍR
Lengjudeildin
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir Guðmundsson mun stýra ÍR áfram í Lengjudeildinni og verður einn aðalþjálfari eftir að Árni Freyr Guðnason lét af störfum til að taka við Fylki.

Þeir félagar voru valdir þjálfarar ársins í Lengjudeildinni en þeir komu nýliðum ÍR í umspil um sæti í Bestu deildinni. Þar tapaði ÍR í undanúrslitum gegn Keflavík.

Eftir að Árni tók við Fylki voru vangaveltur um að Jóhann myndi mögulega fylgja honum í Árbæinn.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður Jóhann hinsvegar áfram með stjórnartaumana hjá ÍR og nú er í gangi leit að aðstoðarþjálfara með honum.

Varnarmaðurinn reynslumikli Marc McAusland verður í þjálfarateyminu.

Athygli vakti að nokkrir stuðningsmenn ÍR létu óánægju sína bersýnilega í ljós þegar Árni tók við Fylki. Það má búast við því að það verði hiti á áhorfendasvæðinu þegar liðin mætast í Lengjudeildinni næsta sumar en Fylkir endaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner