Það vakti athygli í aðdraganda leiks Víkings gegn Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í síðustu viku að belgíska félagið geymdi sjö leikmenn heima.
Albert Brynjar Ingason var sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í kringum leikinn og hann sagðist hafa heyrt af því að hann mætti fórna leiknum gegn Víkingi en yrði að vinna næsta leik sem hann svo gerði um helgina, til að halda starfi sínu.
Félagið staðfesti þetta og útskýrði ákvörðunina fyrir stuðningsmönnum liðsins á samfélagsmiðlinum X.
„Öll Cercle fjölskyldan er vonsvikin með tapið á Íslandi. Vegna stöðunnar í deildinni voru teknar ákvarðanir varðandi leikinn í Reykjavík, áherslavar lögð á næsta leik. Eina áætlunin var að tryggja framtíð félagsins," segir í yfirlýsingunni.
„Viljum sérstaklega nefna þá 62 stuðningsmenn sem ferðuðust til Íslands, þeir gerðu sitt besta í 96 mínútur. Kærar þakkir fyrir góðan stuðning."
Beste fans,
— Cercle Brugge (@cercleofficial) October 25, 2024
De volledige Cercle-familie is ontgoocheld over de nederlaag in IJsland.
Omwille van de positie waarin de Vereniging zich momenteel bevindt in de nationale competitie zijn er keuzes gemaakt voor de wedstrijd in Reykjavik, waarbij prioriteit wordt gegeven aan de… pic.twitter.com/AR68TvM8yu