Cercle Brugge vann í gær 1-3 útisigur á Union St. Gilloise í belgísku úrvalsdeildinni. Cercle lenti 0-1 undir í leiknum en svaraði svo með þremur mörkum.
Cercle var í næstneðsta sæti deildarinnar eftir síðustu umferð eftir að hafa endað í 4. sæti á síðasta tímabili. Miron Muslic, þjálfari liðsins, er undir mikilli pressu að snúa genginu við.
Cercle mætti til Íslands í síðustu viku og mætti Víkingi í Sambandsdeildinni og skildi eftir sjö leikmenn, sem höfðu byrjað fyrsta leikinn í Sambandsdeildinni, eftir heima. Einungis einn þeirra var meiddur.
Cercle var í næstneðsta sæti deildarinnar eftir síðustu umferð eftir að hafa endað í 4. sæti á síðasta tímabili. Miron Muslic, þjálfari liðsins, er undir mikilli pressu að snúa genginu við.
Cercle mætti til Íslands í síðustu viku og mætti Víkingi í Sambandsdeildinni og skildi eftir sjö leikmenn, sem höfðu byrjað fyrsta leikinn í Sambandsdeildinni, eftir heima. Einungis einn þeirra var meiddur.
Sagt var frá því í aðdraganda leiksins að þjálfarinn mætti fórna leiknum gegn Víkingi en hann yrði hreinlega að ná í úrslit gegn Union sem hann svo gerði.
Cercle er áfram í næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Liðin fyrir ofan eru St. Truiden, Kortrijk og Sporting Charleroi. Kortrijk er eins og Íslendingar vita liðið sem Freyr Alexandersson stýrir.
Athugasemdir