Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 10:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Cercle vann leikinn sem hann þurfti að vinna
Leikmenn Cercle fagna marki sínu gegn Víkingum á Kópavogsvelli.
Leikmenn Cercle fagna marki sínu gegn Víkingum á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cercle Brugge vann í gær 1-3 útisigur á Union St. Gilloise í belgísku úrvalsdeildinni. Cercle lenti 0-1 undir í leiknum en svaraði svo með þremur mörkum.

Cercle var í næstneðsta sæti deildarinnar eftir síðustu umferð eftir að hafa endað í 4. sæti á síðasta tímabili. Miron Muslic, þjálfari liðsins, er undir mikilli pressu að snúa genginu við.

Cercle mætti til Íslands í síðustu viku og mætti Víkingi í Sambandsdeildinni og skildi eftir sjö leikmenn, sem höfðu byrjað fyrsta leikinn í Sambandsdeildinni, eftir heima. Einungis einn þeirra var meiddur.

Sagt var frá því í aðdraganda leiksins að þjálfarinn mætti fórna leiknum gegn Víkingi en hann yrði hreinlega að ná í úrslit gegn Union sem hann svo gerði.

Cercle er áfram í næstneðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Liðin fyrir ofan eru St. Truiden, Kortrijk og Sporting Charleroi. Kortrijk er eins og Íslendingar vita liðið sem Freyr Alexandersson stýrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner