Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. nóvember 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
HM í dag - Riðlar Hollands og Englands klárast
Cody Gakpo hefur skorað í báðum leikjum Hollands til þessa.
Cody Gakpo hefur skorað í báðum leikjum Hollands til þessa.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire hefur verið öflugur á HM.
Harry Maguire hefur verið öflugur á HM.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð A- og B-riðils HM fer fram í dag.

HM: A-riðill
15:00 Holland - Katar
15:00 Ekvador - Senegal

HM: B-riðill
19:00 Wales - England
19:00 Íran - Bandaríkin

Hvað þurfa liðin að gera til að komast í 16-liða úrslit?

A-riðill:

Holland kemst áfram með því að forðast tap gegn Katar. Ef Ekvador vinnur sinn leik þá fer Holland áfram þrátt fyrir tap.

Ekvador kemst áfram með því að forðast tap gegn Senegal. Ef Ekvador tapar kemst liðið bara áfram ef Holland tapar líka.

Senegal kemst áfram með sigri gegn Ekvador. Jafntefli dugar ef Holland tapar.

Katar á ekki möguleika á að komast áfram.

B-riðill:

England er svo gott sem komið áfram, bara stórt tap gegn Wales getur komið í veg fyrir að liðið fari áfram.

Íran tryggir sér sæti með því að vinna Bandaríkin. Jafntefli dugar ef Wales tapar eða gerir jafntefli.

Bandaríkin verða að vinna Íran til að komast áfram.

Wales verður að vinna England og vonast til þess að Íran - Bandaríkin endi með jafntefli. Ef Íran eða Bandaríkin vinna verður Wales að vinna England með fjórum mörkum eða meira.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner