þri 29. nóvember 2022 18:09
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið B-riðils: Foden og Rashford gegn Wales
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Phil Foden og Marcus Rashford eru báðir í byrjunarliði Englands sem mætir Wales lokaleik riðlakeppni HM.


Foden og Rashford eru í byrjunarliði í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu en Gareth Southgate gerir fjórar breytingar frá jafnteflinu gegn Bandaríkjunum. Kyle Walker og Jordan Henderson fá einnig sína fyrstu byrjunarliðsleiki.

Kieran Trippier, Mason Mount, Bukayo Saka og Raheem Sterling setjast á bekkinn.

Rob Page gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Wales eftir slæmt tap gegn Íran í annarri umferð. Walesverjar þurfa að sigra gegn sterkum Englendingum til að eiga einhverja möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Danny Ward, markvörður Leicester, tekur stöðu Wayne Hennessey í markinu eftir að hann fékk rautt spjald gegn Íran. Þá koma Joe Allen og Dan James inn í byrjunarliðið fyrir Connor Roberts og Harry Wilson.

19:00 Wales - England

Wales: Ward, Williams, Rodon, Mepham, B. Davies, Allen, Ampadu, Ramsey, Bale, Moore, James.
Varamenn: Cabango, Colwill, A. Davies, Gunter, Harris, Johnson, Levitt, Lockyer, Morrell, Roberts, Smith, Thomas, Williams, Wilson

England: Pickford, Walker, Stones, Maguire, Shaw, Henderson, Rice, Bellingham, Foden, Kane, Rashford.
Varamenn: Grealish, Sterling, Trippier, Pope, Phillips, Dier, Coady, Saka, Alexander-Arnold, Mount, Ramsdale, Wilson, Maddison, Gallagher

Íran og Bandaríkin eigast þá einnig við í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Þar nægir Írönum jafntefli en skemmtilegt lið Bandaríkjamanna verður að vinna til að komast upp.

Íran teflir fram sama byrjunarliði og lagði Wales að velli í síðustu umferð á meðan Bandaríkjamenn gera tvær breytingar frá markalausu jafntefli gegn Englandi.

Cameron Carter-Vickers, miðvörður Celtic, kemur inn í byrjunarliðið fyrir Walker Zimmerman, besta varnarmanni MLS deildarinnar undanfarin ár. Þá kemur Josh Sargent, framherji Norwich, einnig inn í byrjunarliðið. Hann tekur stöðu Haji Wright í framlínunni.

Sargent myndar þá öfluga framlínu ásamt Timothy Weah og Christian Pulisic.

19:00 Íran - Bandaríkin

Íran: Beiranvand, Rezaeian, Pouraliganji, Hosseini, Ezatolahi, Hajsafi, Mohammadi, Gholizadeh, Noorollahi, Azmoun, Taremi

Bandaríkin: Turner, Dest, Adams, Carter-Vickers, Ream, Robinson, Musah, McKennie, Pulisic, Sargent, Weah
Varamenn: Aaronson, Acosta, Reyna, Yedlin, De La Torre, Ferreira, Horvath, Johnson, Long, Moore, Morris, Roldan, Scally, Wright, Zimmerman.


Hvað þurfa liðin að gera til að komast í 16-liða úrslit?

England kemst áfram með því að forðast tap gegn Wales en gæti einnig komist áfram þrátt fyrir tap gegn Wales.

Íran kemst áfram með því að forðast tap gegn Bandaríkjunum. Sigur tryggir Íran áfram en jafntefli mun duga - svo lengi sem Wales tekst ekki að leggja England að velli.

Bandaríkin komast áfram með sigri gegn Íran. Nauðsynlegur sigur.

Wales kemst þarf sigur til að komast áfram en ólíklegt að hann dugi. Wales þarf að vinna England og treysta á jafntefli í viðureign Íran og Bandaríkjanna. Ef Íran og Bandaríkin skilja ekki jöfn þá þarf Wales fjögurra marka sigur gegn Englandi.


Athugasemdir
banner
banner