Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. nóvember 2022 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Rashford langbestur - Bale fjarkaður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir leiki kvöldsins í heimsmeistaramótinu.


Marcus Rashford var langbestur og valinn sem maður leiksins í þægilegum þriggja marka sigri Englands gegn nágrönnum sínum og frændum frá Wales.

Rashford fær 9 í einkunn fyrir sína frammistöðu þar sem hann skoraði tvö og átti stóran þátt í einu marki í 3-0 sigri. Næstir honum eru Phil Foden og Harry Kane með 7 í einkunn en allir aðrir byrjunarliðsmenn Englands fá 6. 

Walesverjar áttu dapran leik og eru aðeins þrír leikmenn liðsins sem fá 6 í einkunn. Þeir eru Ben Davies, Joe Allen og Ethan Ampadu. 

Gareth Bale fær aðeins 4 í einkunn fyrir sinn þátt í tapinu.

Wales: Ward (5), N Williams (5), Rodon (4), Mepham (5), Davies (6), Allen (6), Ampadu (6), Ramsey (5), James (4), Bale (4), Moore (5).
Varamenn: Roberts (4), Johnson (4), Morrell (4), Wilson (5)

England: Pickford (6), Walker (6), Stones (6), Maguire (6), Shaw (6), Henderson (6), Rice (6), Bellingham (6), Foden (7), Kane (7), Rashford (9).
Varamenn: Grealish (5), Trippier (5), Phillips (6), Alexander-Arnold (5), Wilson (5).

Í sigri Bandaríkjanna var hægri bakvörðurinn Sergino Dest valinn sem maður leiksins. Hann var öflugur á vængnum, bæði varnar- og sóknarlega, og lagði upp eina mark leiksins fyrir Christian Pulisic.

Pulisic fór meiddur af velli í leikhlé eftir að hafa lent í samstuði þegar hann skoraði markið tíu mínútum fyrr. Hann og Dest fá báðir 8 í einkunn rétt eins og Josh Sargent en allir aðrir leikmenn Bandaríkjanna fá 7 fyrir sinn þátt, nema Haji Wright sem fær sexu.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Bandaríkin sem mæta Hollandi í 16-liða úrslitum.

Íran: Beiranvand (6), Rezaeian (6), Majid Hosseini (6), Pouraliganji (6), Mohammadi (6), Noorollahi (6), Ezatolahi (6), Hajsafi (6), Gholizadeh (6), Azmoun (6), Taremi (6)
Varamenn: Karimi (6), Ghoddos (6), Torabi (6), Jalai (6), Ansarifard (6)

Bandaríkin: Turner (7), Dest (8), Carter-Vickers (7), Ream (7), Robinson (7), McKennie (7), Adams (7), Musah (8), Weah (7), Sargent (8), Pulisic (8)
Varamenn: Aaronson (7), Acosta (7), Wright (6)


Athugasemdir
banner
banner
banner