Hálfleikur í lokaumferð A-riðils

Það er kominn hálfleikur í lokaumferð A-riðils HM, Holland er 1-0 yfir gegn Katar og Senegal leiðir 1-0 gegn Ekvador.
Leikur Senegals og Ekvador er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram en ekvadorska liðinu nægir þar jafntefli.
Senegal hefur hinsvegar verið talsvert betra liðið í leiknum og tók forystuna úr vítaspyrnu sem dæmd var á Piero Hincapie sem braut klaufalega á Ismaila Sarr.
Leikur Senegals og Ekvador er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram en ekvadorska liðinu nægir þar jafntefli.
Senegal hefur hinsvegar verið talsvert betra liðið í leiknum og tók forystuna úr vítaspyrnu sem dæmd var á Piero Hincapie sem braut klaufalega á Ismaila Sarr.
Sarr, sem spilar fyrir Watford í ensku Championship-deildinni, fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi á 44. mínútu. Senegal með verðskuldaða forystu og er á leið áfram í þessum skrifuðu orðum.
Staðan í hálfleik:

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks er dæmt vítaspyrna á Ekvador. Það er Ismaila Sarr er skorar fyrsta mark Senegal. pic.twitter.com/E7L7il5Svr
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 29, 2022
🇸🇳 Cool. Calm. Collected. pic.twitter.com/KsX8mTnnxX
— COPA90 (@Copa90) November 29, 2022
🇸🇳⭐#FIFAWorldCup pic.twitter.com/WyCgjd7wfT
— Watford Football Club (@WatfordFC) November 29, 2022
Athugasemdir