Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   þri 29. nóvember 2022 15:55
Elvar Geir Magnússon
Sarr skoraði af vítapunktinum og Senegal er á leið áfram
Hálfleikur í lokaumferð A-riðils
Það er kominn hálfleikur í lokaumferð A-riðils HM, Holland er 1-0 yfir gegn Katar og Senegal leiðir 1-0 gegn Ekvador.

Leikur Senegals og Ekvador er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram en ekvadorska liðinu nægir þar jafntefli.

Senegal hefur hinsvegar verið talsvert betra liðið í leiknum og tók forystuna úr vítaspyrnu sem dæmd var á Piero Hincapie sem braut klaufalega á Ismaila Sarr.

Sarr, sem spilar fyrir Watford í ensku Championship-deildinni, fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi á 44. mínútu. Senegal með verðskuldaða forystu og er á leið áfram í þessum skrifuðu orðum.

Staðan í hálfleik:





Athugasemdir
banner
banner