Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mið 29. nóvember 2023 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Sandra María æfði með strákum - Kannski leiðinleg að mæta og skipa fyrir en svona er ég
Sandra María á æfingu Íslands í Cardiff í gær.
Sandra María á æfingu Íslands í Cardiff í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Stelpurnar fyrir norðan fóru allar í frí um leið og tímabilið var búið svo ég er mikið búin að æfa ein," sagði Sandra María Jessen leikmaður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net.

Sandra María spilaði með Þór/KA í Bestu-deildinni í sumar en eftir að tímabilinu lauk hefur hún þurft að æfa áfram fyrir leikinn mikilvæga gegn Wales í Cardiff á föstudagskvöldið.

„Ég er búin að æfa smá með strákunum fyrir norðan því þeir byrjuðu að æfa á undan okkur og svo hef ég verið mjög mikið í ræktinni og hjólað og haldið mér sjálf. Það er líka gott því ég held ég græði líka persónulega á að ná tempóinu niður til að vera í toppstandi þegar landsleikkirnir eru."

Sandra María sagðist hafa æft með strákum en spurð frekar út í það sagði hún.

„Þá er ég að æfa með strákunum í 2. flokki Þórs. Það er fínt, það er minni tími á boltanum því þeir eru sterkari og fljótari og gott fyrir mig að gera það af og til," sagði hún.

En láta þeir alveg finna fyrir sér? „Jájá, ég er kannski leiðinleg að mæta á æfingu og skipa þeim fyrir en svona er ég bara sem karakter og er eins með þeim og öllum öðrum."

   28.11.23 12:37
Ísland mætt í jólastemmningu til Cardiff


   28.11.23 14:43
Sandra María spilar á Íslandi á næsta ári - Ákvörðun á næstu dögum

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner