Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 29. nóvember 2024 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sérðu hann ekki í Val?"
Ragnar Bragi Sveinsson.
Ragnar Bragi Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er orðaður við stór félög í Bestu deildinni.
Er orðaður við stór félög í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að fjögur félög hefðu áhuga á Ragnari Braga Sveinssyni, fyrirliða Fylkis. Það eru Valur, FH, Stjarnan og Breiðablik.

Ragnar Bragi var að mati Fótbolta.net besti leikmaður Fylkis á nýliðnu tímabili en liðið féll úr Bestu deildinni. Hann er samningsbundinn Fylki áfram og það þyrfti því að kaupa hann lausan.

Hann er 29 ára og verður þrítugur í næsta mánuði. Ragnar Bragi er varnarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá Fylki og verið þar nánast allan sinn feril. Á árunum 2011-13 var hann á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi og hann lék með Víkingi á láni tímabilið 2017. Hann lék á sínum tíma tólf leiki fyrir yngri landsliðin.

„Hann er frábær sem djúpur miðjumaður. Viljum við ekki klárlega sjá hann í Bestu deildinni? Hann er búinn að hjálpa Fylki upp og fara með þeim niður aftur," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þegar rætt var um Ragnar Braga.

„Snýst þetta ekki bara um hvað hann vill? Ef honum líður vel heima og hjálpa þeim að koma upp aftur, þá er það virðingarvert," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Sérðu hann ekki í Val? Vantar þeim ekki akkúrat þessa týpu?" spurði Elvar Geir.

„Stundum þurfa menn eitthvað nýtt. Hann er með mikla reynslu og svaka hugarfar," sagði Tómas. „Það er bolti í honum og ég hef alltaf verið hrifinn af karakternum."

Alls á Ragnar Bragi að baki 196 keppnisleiki í meistaraflokki og í þeim hefur hann skorað 15 mörk.
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner