Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 30. janúar 2023 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FCK mun ekki samþykkja tilboð í Hákon
Hákon Arnar Haraldsson hefur verið sterklega orðaður við Red Bull Salzburg í Austurríki, en þjálfari hans hjá FCK, Jacob Neestrup, hefur staðfest í samtali við bold.dk að Hákon fari ekki frá félaginu í glugganum.

Neestrup segir að FCK hafi neitað öllum tilboðum í Hákon til þessa og það muni áfram verða raunin ef Salzburg býður aftur í Hákon fyrir gluggalok.

„Það hafa verið sögusagnir, en hann verður áfram. Það er ekkert pirrandi að þurfa að eiga við svona sögusagnir, ég svara, en ef þið spyrjið mig tíu sinnum í viðbót, þá kannski verður það pirrandi," sagði Neestrup og hló.

Hákon er samningsbundinn FCK fram á sumarið 2026. Tilboðin sem Salzburg hefur lagt fram á borðið hljóðuðu upp á 8 og 10 milljónir evra.

Sjá einnig:
Telur Hákon vera „einn þann áhugaverðasta" í sögu FCK

Salzburg gekk fyrir helgi frá kaupum á Oscar Gloukh, átján ára Ísraela sem Barcelona var einnig að reyna fá. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður líkt og Hákon.
Athugasemdir
banner
banner