Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 30. mars 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon bestur og efnilegastur í dönsku úrvalsdeildinni í mars
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa leikið afar vel með stórliði FC Kaupmannahafnar upp á síðkastið.

Hákon vann tvöfalt í þessum mánuði þar sem hann var einnig valinn besti ungi leikmaðurinn.

Hákon, sem er 19 ára gamall, er búinn að vera að spila frábærlega í Danmörku og er einn mest spennandi leikmaður danska boltans.

„Liðinu gengur vel og þá er auðveldara fyrir mig að spila vel. Þetta hefur allt klikkað saman þegar liðið spilar vel," sagði Hákon í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Hákon skrifaði nýverið undir nýjan samning við FCK til ársins 2027. Þó er ekki útilokað að hann muni fara eitthvert annað og enn stærra á næstu árum.

Sjá einnig:
Verður Hákon dýrastur í sögu danska boltans?


Athugasemdir
banner
banner
banner