Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   fim 30. mars 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Setja enga pressu á Kristján Flóka - „Vitum hvað hann getur"
Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Kristján Flóki Finnbogason framherji KR var mikið meiddur síðasta sumar og lék aðeins 9 leiki í Bestu deildinni og skoraði tvö mörk.


Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins var spurður á kynningarfundi deildarinnar á dögunum hvaða væntingar hann hefði til leikmannsins í sumar en hann skoraði fjögur mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum.

„Ég ætla ekki að gera of miklar væntingar til hans. Hann þarf bara að fá að spila sína leiki og vonandi skorar hann fyrir okkur mörk. Það er engin pressa á honum, við viljum ekki setja pressu á leikmenn," sagði Rúnar.

„Við vitum hvað hann getur þegar hann er í sínu besta standi og við verðum að sjá til þess að hann verði í því þegar mótið hefst. Það kom smá bakslag í æfingaferðinni en hann er kominn aftur á fullt. Flóki þarf bara að fara rólegur inn í mótið og standa sig fyrir liðið eins og allir leikmenn. Vonandi nær hann að sýna sitt rétta andlit í sumar."

Þá skoraði Sigurður Bjartur Hallson þrjú mörk í þremur leikjum í Lengjubikarnum en hann skoraði fjögur mörk í 24 leikjum síðasta sumar.


Chopart og Theodór Elmar fyrirliðar KR - „Ofboðslega flottur leiðtogi"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner