Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 30. mars 2023 23:44
Ívan Guðjón Baldursson
Sífellt fleiri leita sér hjálpar vegna nikótínpúða
Mynd: Getty Images

Fjöldi atvinnumanna í fótbolta sem notar 'snus' púðana svokölluðu er byrjaður að leita sér hjálpar vegna nikótínfíknar.


Púðarnir innihalda nikótín án tóbaks og eru oft notaðir sem hjálpartæki til að hætta að reykja sígarettur. Á Bretlandi er notkun púðanna lögleg en það er ólöglegt að selja þá í hagnaðarskyni.

Fótboltamenn sem hafa ánetjast þessum púðum eiga erfitt með að hætta að nota þá og hafa þess vegna leitað sér hjálpar.

Samtök atvinnumanna í fótbolta á Englandi, PFA, greina frá þessu og ætla að hefja rannsókn á þessum púðum og mögulegum neikvæðum langtímaáhrifum sem þeir geta haft á heilsu og getu íþróttamanna.

Það eru læknisteymi fótboltaliða sem hafa verið að tilkynna um aukna notkun á nikótínpúðum meðal leikmanna á æfingasvæðum.

Markmið PFA er að rannsaka nikótínpúðana og auka allt forvarnarstarf í kringum þá fyrst að nikótín er ekki á lista yfir efni sem fótboltamenn mega ekki innbyrða.


Athugasemdir
banner
banner
banner