fös 30. apríl 2021 20:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Holland: Stíflan brast hjá Elíasi Má og hann skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Excelsior á Dordrecht í hollensku B-deildinni í dag.

Elías skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu og þriðja markið á 50. mínútu.

Elías hafði einungis skorað eitt mark frá 23. janúar en í kvöld náði hann að setja tvö mörk á heimavelli.

Elías er Keflvíkingur sem er næstmarkahæstur í deildinni með 21 mark í vetur.

Excelsior er í 9. sæti deildarinnar, sex stigum frá umspilssæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Kristófer Ingi Kristinsson lék ekki með Jong PSV í jafntefli gegn Telstar. Kristófer er skráður veikur.

Kristian Nökkvi Hlynsson var þá ónotaður varamaður þegar Jong Ajax tapaði 1-0 gegn Almere á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner