Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   lau 30. apríl 2022 18:21
Arnar Daði Arnarsson
Byrjunarlið Vals og KR: Sigurður Egill utan hóps - Kjartan Henry byrjar
Sigurður Egill er utan leikmannahóps Vals annan leikinn í röð.
Sigurður Egill er utan leikmannahóps Vals annan leikinn í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry byrjar í dag.
Kjartan Henry byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fer fram risa leikur í þriðju umferð Bestu deildarinnar. Tvær umferðir eru búnar í deildinni en leikurinn í kvöld er annar leikurinn í 3. umferðinni.

Við erum að tala um stórleik Vals og KR sem fram fer á Origo-vellinum og hefst klukkan 19:15.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 KR

Stærstu fréttirnar hljóta að vera þær að Sigurður Egill Lárusson er utan leikmannahóps Vals annan leikinn í röð eftir að hafa setið sem ónotaður varamaður í 1. umferðinni.

Annars stillir Heimir Guðjónsson þjálfari Vals upp óbreyttu byrjunarliði frá 1-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð.

Rúnar Kristinsson þjálfari KR gerir tvær breytingar á sínu byrjunarliði frá 0-1 tapi gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Stefán Árni Geirsson kemur inn í byrjunarliðið auk þess sem Kjartan Henry Finnbogason mætir til leiks í Bestu deildina eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu tveimur umferðunum.

Sigurður Bjartur Hallsson og Stefan Alexander Ljubicic fá sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa byrjað fyrstu tvo leikina.

Byrjunarlið Vals:
1. Guy Smit (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Aron Jóhannsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson


Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
2. Stefán Árni Geirsson
4. Hallur Hansson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Pálmi Rafn Pálmason (f)
11. Kennie Chopart
16. Theodór Elmar Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner