Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. maí 2023 22:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
AGF nálægt Sambandsdeildarsæti - „Yrði sturlað"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mikael Neville Anderson kom AGF í 2-1 gegn Randers á útivelli í dag en liðið vann að lokum 3-1.


Það þýðir að það er í þeirra höndum að tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni í lokaumferðinni. Liðið mætir þá Bröndby á heimavelli.

Liðið er í 3. sæti deildarinnar en 2. og 3. sæti fara í Sambandsdeildina.

AGF er í allt annarri stöðu en á síðustu leiktíð þegar liðið var aðeins stigi frá því að falla. Mikael var í viðtali hjá Viaplay eftir leikinn í dag.

„Ég trúi því heilshugar (að liðið nái 3. sæti). Við höfum verið góðir lengi," sagði Mikael.

„Það yrði sturlað miðað við hvernig síðasta tímabil var. Ef við vinnum bronsið væri það stórkostlegt fyrir okkur, fyrir félagið og fyrir stuðningmennina eftir matraðar tímabil á síðasta ári. Við munum gera allt til að ná því og vonandi tekst það," sagði Mikael að lokum.



Athugasemdir
banner
banner
banner