Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   þri 30. maí 2023 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Komin heim í lið sem hún elskar - „Þá þarft þú að vinna bestu liðin"
Katie Cousins.
Katie Cousins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur fagnar marki gegn Valskonum.
Þróttur fagnar marki gegn Valskonum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Katie í leik með Þrótti.
Katie í leik með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum tilbúnar í slaginn. Við vissum að þær væru með mjög gott lið en höfum líka trú á okkar eiginleikum," sagði Katie Cousins, miðjumaður Þróttar, í samtali við Fótbolta.net fyrr í dag er hún var spurð út í leik liðsins gegn Val síðastliðinn laugardag.

Þróttur lagði Val, 2-1, í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins síðasta laugardagskvöld. Katie átti þar frábæran leik og var maður leiksins í flottum endurkomusigri.

„Liðið hafði mikla trú á því að við gætum komið til baka en við vissum að við þyrftum að berjast og stíga upp, spila betri fótbolta. Það var aldrei augnablik þar sem við töldum okkur ekki vera inn í leiknum," segir Katie og bætti við að það væri góð tilfinning að ná að slá út ríkjandi bikarmeistara Vals.

Hún fór upp í pontu í Laugardalnum í morgun og dró Breiðablik sem andstæðing í átta-liða úrslit en það verður annar mjög erfiður leikur fyrir Þrótt.

„Ég er spennt. Ég sagði við Nik (Chamberlain, þjálfara Þróttar) að ef þú vilt vera eitt besta landsins að þá þarft þú að vinna bestu liðin. Við erum að mæta einu besta liðinu en ég er spennt og ég tel okkur eiga góða möguleika. Þetta verður mjög góður leikur, þetta verður gaman," segir Katie.

Mætt aftur til Íslands
Katie er mætt aftur í íslenskan fótbolta eftir að hafa spilað hér með Þrótti sumarið 2021. Hún var einn besti leikmaður deildarinnar og var valin inn á miðjuna í liði ársins ásamt Láru Kristínu Pedersen og Dóru Maríu Lárusdóttur það sumar.

Cousins er 26 ára miðjumaður og lék með Tennessee háskólanum í Bandaríkjunum. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga á sínum ferli og á að baki fjölda leikja með hinu geysisterka U20 ára landsliði Bandaríkjanna. Lék hún meðal annars með því á HM U20 kvenna árið 2016.

Eftir tímabilið 2021 þá fór hún aftur heim til Bandaríkjanna og gekk í raðir Angel City FC, sem er nýtt félag í úrvalsdeildinni þar. Hún fékk lítið að spila þar og er núna mætt aftur til Íslands, en henni líður mjög vel hérna.

„Það er frábært að vera komin til baka. Ég naut þess mikið þegar ég var hérna síðast. Ég elskaði liðið og samfélagið í kringum liðið. Ég var mjög þakklát að fá tækifæri til að koma aftur," segir Katie en hvernig var að spila í Bandaríkjunum?

„Það var frábær reynsla. Það er öðruvísi en hérna á Íslandi. Félagið okkar var nýtt en það var pláss fyrir 22 þúsund manns á heimaleikjum okkar. Það var stórkostleg reynsla og ég lærði mikið þarna. Þróttur tók aftur á móti mér með opnum örmum. Ég var að koma heim í lið sem ég elska."

„Lífið hérna er gott og samfélagið í kringum Þrótt er stórkostlegt. Ég nýt þess mikið að vera hérna."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar segir Katie meðal annars að Þróttur sé með stór markmið fyrir sumarið. „Við erum spenntar og ætlum að reyna að ná þeim markmiðum."

Sjá einnig:
Leikmaður Þróttar tók sér pásu til að starfa í kristilegum söfnuði
Var ein sú besta á landinu: Hvernig endaði Cousins aftur á Íslandi?
Athugasemdir
banner
banner