„Valur á að geta strítt FH-ingum. FH hefur ekki verið nægilega sannfærandi og ekki náð taktinum og í dag ætti í raun að vera nóg að stoppa Björn Daníel Sverrisson til að stoppa FH," segir Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur útvarpsþáttar Fótbolta.net um Pepsi-deildina.
Guðmundur rýndi 9. umferðina sem öll verður leikin í dag en leikur Vals og FH er þar á meðal. Í spilaranum hér að ofan er hægt að hlusta á viðtalið.
Fylkir mætir KR og hefur verið gustur í Árbænum en Fylkismenn hafa aðeins tvö stig.
„Það virðist vera alveg sama hvað er gert í Árbæ. Það virðist strax vera komið í fjölmiðla. Einhverstaðar virðist vera leki beint inn í fjölmiðlana og það er ekki gott fyrir félagið. Menn geta ekki haft samskipti sín á milli án þess að allir landsmenn viti það."
Guðmundur skoðaði alla leikina í dag.
Athugasemdir