Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. júní 2022 00:15
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Árborg fyrsta liðið til að vinna Uppsveitir - Markavélin tók út leikbann
Árborg vann Uppsveitir 3-2
Árborg vann Uppsveitir 3-2
Mynd: Árborg
Atli Þór Jónasson skoraði tvö fyrir Hamar
Atli Þór Jónasson skoraði tvö fyrir Hamar
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Halldór Arnarsson skoraði fyrir Létti í 2-2 jafntefli gegn KB
Halldór Arnarsson skoraði fyrir Létti í 2-2 jafntefli gegn KB
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árborg varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Uppsveitir í sumar í 4. deild karla en leiknum lauk með 3-2 Árborgarliðsins. Álftanes vann KM, 4-1, í sama riðli.

Uppsveitir hafði unnið alla sex leiki sína í C-riðlinum fram að leiknum í kvöld en í þeim leikjum var liðið með sitt sterkasta vopn, George Razvan Chariton. Hann var ekki með í kvöld þar sem hann fékk rautt í síðasta leik en hann hefur skorað 21 mark í deildinni í sumar.

Árborg vann góðan 3-2 sigur í baráttuleik. Liðin eru nú jöfn að stigum eða með 18 stig en Uppsveitir með betri markatölu.

Álftanes vann KM, 4-1, í sama riðli. Álftanes var með þriggja marka forystu í hálfleik. Daníel Örn Sólveigarson minnkai muninn á 74. mínútu en Jón Brynjar Jónsson svaraði um hæl með marki og gulltryggði sigur Álftnesinga sem eru í þriðja sæti með 13 stig.

Berserkir/Mídas gerðu 1-1 jafntefli við Hafnir á meðan Léttir og KB gerðu 2-2 jafntefli í nágrannaslag.

Það var svo allt eftir bókinni í D-riðlinum þar sem Hamar vann 3-0 sigur á Smára. Atli Jónasson gerði tvö mörk fyrir Hamar sem er í 2. sæti með 17 stig, tveimur stigum á eftir Ými.

GG lagði þá Álafoss, 3-1. Öll mörkin komu í síðari hálfleik en GG náði þriggja marka forystu áður en Þórður Guðjónsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu undir lok leiks. GG er í 3. sæti með 14 stig en Álafoss er í næst neðsta sæti með 6 stig.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

KM 1 - 4 Álftanes
0-1 Anton Ingi Sigurðarson ('2 )
0-2 Jonatan Aaron Belányi ('30 )
0-3 Brynjar Jónasson ('39 )
1-3 Daníel Örn Sólveigarson ('74 )
1-4 Jón Brynjar Jónsson ('75 )

Berserkir/Mídas 1 - 1 Hafnir
0-1 Kristófer Orri Magnússon ('49 )
1-1 Tristan Egill Elvuson Hirt ('60 )

Uppsveitir 2 - 3 Árborg

KB 2 - 2 Léttir
1-0 Emil Örn Benediktsson ('16 )
1-1 Halldór Arnarsson ('43 )
2-1 Friðjón Magnússon ('72 )
2-2 Aakash Gurung ('80 )
Rautt spjald: Nemanja Pjevic , KB ('80)

D-riðill:

Smári 0 - 3 Hamar
0-1 Atli Þór Jónasson ('32 )
0-2 Sören Balsgaard ('67 )
0-3 Atli Þór Jónasson ('83 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Jökull Orri Pétursson , Smári ('82)

Álafoss 1 - 3 GG
0-1 Ævar Andri Á Öfjörð ('63 )
0-2 Birkir Snær Sigurðsson ('79 )
0-3 Sebastian Freyr Karlsson ('90 )
1-3 Þórður Guðjónsson ('90 , Mark úr víti)
4. deild karla - C-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner