Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. júní 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Þorleifur með laglega stoðsendingu í tapi - Róbert Orri á toppnum
Þorleifur Úlfarsson átti stoðsendingu að frábæru marki
Þorleifur Úlfarsson átti stoðsendingu að frábæru marki
Mynd: Getty Images
Þorleifur Úlfarsson, leikmaður Houston Dynamo í Bandaríkjunum, lagði upp mark liðsins í 2-1 tapi gegn Portland Timbers í MLS-deildinni í nótt.

Íslenski framherjinn var annan leikinn í röð í byrjunarliði Houston og nýtti það tækifæri vel.

Portland komst vissulega tveimur mörkum yfir en þegar 25 mínútur voru eftir átti hann laglega fyrirgjöf á Darwin Quintero sem skoraði stórglæsilegt mark rétt fyrir utan teig.

Þetta var fyrsta stoðsending Þorleifs og þá var þetta einnig í fyrsta sinn sem hann spilar allan leikinn fyrir Houston í deildinni.

Hlutverk hans í liðinu fer stækkandi en liðið situr í 9. sæti Vestur-deildarinnar sem stendur.

Róbert Orri Þorkelsson kom inná sem varamaður á 76. mínútu í 2-1 sigri Montreal gegn Seattle Sounders. Montreal er á toppnum í Austurdeildinni með 29 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner