Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 30. júlí 2021 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enginn greindist með veiruna hjá Man Utd
Grunur vaknaði í gær um að veirusmit hefði komið upp í herbúðum Manchester United og var vináttuleik liðsins gegn Preston aflýst.

Liðin áttu að mætast á morgun en það átti ekki að taka neina sénsa og því var ákveðið að aflýsa honum.

Manchester United hefur nú gefið það út að niðurstöður úr prófum gærdagsins og þeirra sem tekin voru í morgun séu allar neikvæðar.

Enska úrvalsdeildin hefur gefið United grænt ljós á að hefja æfingar að nýju.
Athugasemdir
banner