Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. júlí 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fáum við aðra eins skemmtun aftur?
Stjarnan fagnar marki gegn Víkingum fyrr í sumar.
Stjarnan fagnar marki gegn Víkingum fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir tæplega hálftíma hefst leikur Stjörnunnar og Víkings á Samsungvellinum í Garðabæ.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Víkingur R.

Síðast þegar þessi lið mættust í maí þá varð úr einhver skemmtilegasti leikur sem hefur verið spilaður á Íslandi.

Það var klárlega skemmtilegasti leikur sumarsins.

Hægt er að lesa um þann leik með því að smella hérna.

"Þetta var bara algjör flugeldasýning. Bæði lið voru mjög hugrökk og vildu bara sækja mörk og sækja á mark andstæðingana. Það voru líka hérna fullt af færum. Skot í slá og skot í stöng og ég veit ekki hvað og hvað. Svo þessi leikur hefði alveg getað farið þess vegna í 4-5 mörk í viðbót," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, eftir fyrri leik þessara liða í sumar.

Víkingar hafa harma að hefna í dag eftir tap á heimavelli í fyrri leik liðanna.

Það er efniviður í mjög góðan leik í Garðabænum í dag. Um að gera - ef þú ert að taka verslunarmannahelgina rólega í höfuðborginni - að skella sér á völlinn. Annars er auðvitað hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner