Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR tilbúið að dansa við ÍA í baráttunni um Júlíus Mar
Lengjudeildin
Júlíus Mar Júlíusson.
Júlíus Mar Júlíusson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
ÍA og KR hafa bæði mikinn áhuga á því að fá Júlíus Mar Júlíusson í sínar raðir. Júlíus er afar spennandi miðvörður sem hefur leikið frábærlega með Fjölni í Lengjudeildinni í sumar.

Júlíus Mar er tvítugur en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 87 leiki í meistaraflokki Fjölnis og skorað í þeim sjö mörk.

„Júlíus Mar hefur verið mikið í umræðunni og er búinn að vera frábær á þessu tímabili," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Sagan segir að það hafi komið þriggja milljón króna tilboð frá ÍA í hann."

„KR-ingar komu með þetta fræga 500 þúsund króna tilboð um daginn en þeir eru víst tilbúnir að dansa. Þeir eru áfram með í baráttunni," sagði Elvar.

Júlíus Mar er samningsbundinn Fjölni út næsta tímabil, en liðið er sem stendur á toppi Lengjudeildarinnar.

„Ef Fjölnir fær þriggja milljón króna tilboð, þá væntanlega láta þeir KR vita og spyrja þá hvað þeir vilja gera. Búa til smá uppboð og hækka verðið. Þið hafið séð varnarlínuna hjá KR, þeir þurfa bara Júlíus Mar núna," sagði Baldvin Már Borgarsson í þættinum.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Gluggaslúður, Evrópa og þeir bestu í 2. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner