Júlíus Mar, leikmaður Fjölnis var til viðtals við fótbolta.net eftir leik liðsins gegn Keflavík fyrr í kvöld.
Leikurinn endaði 0-0 og ræddi fréttamaður við Júlíus um leikinn og áhugann á honum frá félögum úr efstu deild.
Lestu um leikinn: Fjölnir 0 - 0 Keflavík
„Lítið um einhver dauðafæri, hefðum mátt klára þetta úr þessum stöðum sem við fengum í fyrri hálfleik, en það er bara áfram gakk.''
„Við vorum klaufar að ná ekki að nýta þessar stöður. vondar ákvarðanir.''
Það kom fram í Gula Spjaldinu að KR hafi boðið 500.000kr í Júlíus, fréttamaður velti fyrir sér hvort Júlíus væri ekki talsvert meira virði en það.
„Já, miklu meira en það, maður verður að vera hærra virði en það, en nei ég get ekkert sagt um það.''
Nánar er rætt við Júlíus í spilaranum hér að ofan og þar fer hann nánar í saumana á þeim áhuga sem honum hefur verið sýndur úr Bestu deildinni og framtíðina.