Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   fim 04. júlí 2024 20:42
Baldvin Már Borgarsson
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Júlíus Mar, leikmaður Fjölnis var til viðtals við fótbolta.net eftir leik liðsins gegn Keflavík fyrr í kvöld.

Leikurinn endaði 0-0 og ræddi fréttamaður við Júlíus um leikinn og áhugann á honum frá félögum úr efstu deild.


Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Keflavík

„Lítið um einhver dauðafæri, hefðum mátt klára þetta úr þessum stöðum sem við fengum í fyrri hálfleik, en það er bara áfram gakk.''


„Við vorum klaufar að ná ekki að nýta þessar stöður. vondar ákvarðanir.''

Það kom fram í Gula Spjaldinu að KR hafi boðið 500.000kr í Júlíus, fréttamaður velti fyrir sér hvort Júlíus væri ekki talsvert meira virði en það.

„Já, miklu meira en það, maður verður að vera hærra virði en það, en nei ég get ekkert sagt um það.''

Nánar er rætt við Júlíus í spilaranum hér að ofan og þar fer hann nánar í saumana á þeim áhuga sem honum hefur verið sýndur úr Bestu deildinni og framtíðina.


Athugasemdir
banner