Heimild: Gula Spjaldið
Í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið segir Björgvin Stefánsson frá því að stórt félag í Sádi-Arabíu væri að reyna fá Söru Björk Gunnarsdóttur í sínar raðir.
Hjörvar Hafliðason sagði fyrst frá áhuga frá Sádi-Arabíu á Söru Björk fyrr í sumar.
Hjörvar Hafliðason sagði fyrst frá áhuga frá Sádi-Arabíu á Söru Björk fyrr í sumar.
Árni Vilhjálmsson er unnusti Söru Bjarkar og segir Björgvin frá því að Árni sé að semja við félag í næst efstu deild í Sádi-Arabíu.
„Ég er með góðar heimildir fyrir þessu og hann verður örugglega brjálaður út í mig," sagði Björgvin, sem er jafnaldri Árna, í þættinum. Þeir léku saman hjá Haukum sumarið 2012 þegar Árni kom á láni frá Breiðabliki.
Sara Björk er án félags sem stendur eftir að samningur hennar við Juventus rann út í sumar. Árni lék með Novara í ítölsku C-deildinni seinni hluta síðasta tímabils en yfirgaf félagið í sumar. Þau hafa bæði veirð orðuð við heimkomu í sumar en miðað við upplýsingar Björgvins munu þau bæði semja í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir