Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 14:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dr. Football 
Sara Björk til Sádi-Arabíu?
Sara Björk lagði landsliðsskóna á hilluna í byrjun árs 2023.
Sara Björk lagði landsliðsskóna á hilluna í byrjun árs 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ronaldo og Sara í Sádi?
Ronaldo og Sara í Sádi?
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir verður formlega samningslaus um mánaðamótin þegar samningur hennar við ítalska félagið Juventus rennur út. Lítið hefur heyrst af framtíðaráformum fyrrum landsliðsfyrirliðans.

Hún hefur verið orðuð við heimkomu og þá mest orðuð við Val og Breiðablik. Hjörvar Hafliðason sagði frá öðru sem hann hafði heyrt í Dr. Football þætti dagsins.

„Ég er búinn að heyra úr mörgum áttum að Sara Björk gæti verið að fara til Sádi," sagði Hjörvar.

Mikill kraftur hefur verið sett í karladeildina í Sádi-Arabíu og eru nokkuð margar stjörnur í þeirri deild. Cristiano Ronaldo, Neymar og Karim Benzema eru í deildinni svo einhverjir séu nefndir.

Kvennadeildin í Sádi-Arabíu er nokkuð ný af nálinni og lauk öðru tímabili hennar fyrr á þessu ári. Al-Nassr hefur unnið deildina bæði tímabilin og fer sem sigurvegari í Meistaradeild Asíu. Leikmenn frá Sádi-Arabíu, Tansaníu, Jórdan, Túnis, Alsír og Palestínu voru í leikmanahópi Al-Nassr á liðnu tímabili en einnig leikmaður frá Brasilíu og Frakklandi.

Aminata Diallo er franski leikmaður Al-Nassr en hún er fyrrum leikmaður PSG og franska landsliðsins.

Cristiano Ronaldo er leikmaður karlaliðs Al-Nassr.

„Það væri hrikalega gaman að fá okkar konu til Sádi í þetta verkefni," sagði Arnar Sveinn Geirsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner