Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 14:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Árni á leið í myndatöku - „Fannst leikurinn breytast eftir að Stebbi fór út af"
Stefán Árni Geirsson í gær - heldur um vinstra lærið.
Stefán Árni Geirsson í gær - heldur um vinstra lærið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson hefur á sínum ferli til þessa verið afskaplega seinheppinn með meiðsli. Hann hefur byrjað síðustu leiki hjá KR en varð fyrir því óláni gegn KA í gær að meiðast aftan í læri.

Hann er á leið í myndatöku á næstu dögum og þá kemur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. KR leiddi 1-0 þegar Stefán fór af velli.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

„Mér fannst leikurinn breytast eftir að Stebbi fer út af. Fyrst hélt ég að einhver hefði stigið á höndina á honum en svo heldur hann um lærið á sér. Þetta er ekki gott fyrir KR. Stebbi gerir svo mikið fyrir þetta lið, hann getur brotið upp línur með því að sóla menn. Þegar hann fer út þá finnst mér ekki sami sköpunarmátturinn í KR. Þetta verður hægara og leiðinlegra," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu þar sem leikurinn var gerður upp.

Eftir leikinn sást til Stefáns Árna á hækjum sem bendir til þess að meiðslin gætu verið alvarleg.

Næsti leikur KR er gegn HK í Kórnum og er ljóst að Finnur Tómas Pálmason verður ekki með liðinu vegna leikbanns.
Innkastið - VÖK opnar reikninginn og Valur hræðist toppinn
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner