Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 30. ágúst 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Glódís: Verðum að nýta það þegar þær opna sig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir telur að öflugur varnarleikur geti skilað íslenska kvennalandsliðinu langt í eiginlegum úrslitaleik um toppsæti riðilsins í undankeppni fyrir HM 2019.

Ísland mætir einu sterkasta landsliði heims, því þýska, og segir Glódís mikilvægt að liðið nýti tækifærin þegar Þjóðverjarnir opna sig.

„Við þurfum að spila þéttan varnarleik, loka á þeirra styrkleika og nýta okkur síðan að þær opni sig mikið og komi framarlega á völlinn," sagði Glódís.

Ísland vann fyrri leikinn óvænt á útivelli og gætu Þjóðverjarnir hafa vanmetið íslenska landsliðið smávegis fyrir þann leik.

„Kannski komum við þeim á óvart að vissu leyti, en við spiluðum bara frábæran leik og við ætlum að gera það sama á laugardaginn."

Stelpurnar okkar búast ekki við vanmati er liðin mætast um helgina og áttar Glódís sig fullkomlega á hversu öflugir andstæðingar þetta eru.

„Þær eru með frábæra leikmenn sem eru með góða tækni. Þær eru líkamlega sterkar og við þurfum að loka á þessa styrkleika.

„Við þurfum að vera líkamlega sterkari, vera á tánum og spila góðan varnarleik."


Búist er við fullum Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögu kvennalandsliðsins og telur Glódís það vera mjög jákvætt fyrir íslenskar íþróttir almennt.

„Það er frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur hérna og bara gaman fyrir okkur og alla aðra."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner