Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 30. ágúst 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Glódís: Verðum að nýta það þegar þær opna sig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir telur að öflugur varnarleikur geti skilað íslenska kvennalandsliðinu langt í eiginlegum úrslitaleik um toppsæti riðilsins í undankeppni fyrir HM 2019.

Ísland mætir einu sterkasta landsliði heims, því þýska, og segir Glódís mikilvægt að liðið nýti tækifærin þegar Þjóðverjarnir opna sig.

„Við þurfum að spila þéttan varnarleik, loka á þeirra styrkleika og nýta okkur síðan að þær opni sig mikið og komi framarlega á völlinn," sagði Glódís.

Ísland vann fyrri leikinn óvænt á útivelli og gætu Þjóðverjarnir hafa vanmetið íslenska landsliðið smávegis fyrir þann leik.

„Kannski komum við þeim á óvart að vissu leyti, en við spiluðum bara frábæran leik og við ætlum að gera það sama á laugardaginn."

Stelpurnar okkar búast ekki við vanmati er liðin mætast um helgina og áttar Glódís sig fullkomlega á hversu öflugir andstæðingar þetta eru.

„Þær eru með frábæra leikmenn sem eru með góða tækni. Þær eru líkamlega sterkar og við þurfum að loka á þessa styrkleika.

„Við þurfum að vera líkamlega sterkari, vera á tánum og spila góðan varnarleik."


Búist er við fullum Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögu kvennalandsliðsins og telur Glódís það vera mjög jákvætt fyrir íslenskar íþróttir almennt.

„Það er frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur hérna og bara gaman fyrir okkur og alla aðra."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner