Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 30. ágúst 2022 20:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Winks til Sampdoria á láni (Staðfest)

Harry Winks er genginn til liðs við Sampdoria á láni út þessa leiktíð.


Þessi 26 ára gamli miðjumaður spilaði 30 leiki á síðustu leiktíð en aðeins 19 í ensku úrvalsdeildinni. Leiktíðina þar áður spilaði hann einnig 30 leiki en fyrir það hafði hann verið byrjunarliðsmaður.

Hann á 10 landsleiki fyrir England.

Sampdoria hefur möguleika á því að kaupa hann næsta sumar. Liðið er aðeins með eitt stig eftir þrjár umferðir í Serie A. Liðið fær Lazio í heimsókn á morgun.


Athugasemdir