Real Sociedad virðist vera að kaupa Orra Stein Óskarsson frá FCK.
Félagskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því að útlit sé fyrir að Sociedad sé að kaupa Orra á 20 milljónir evra. Matteo Moretto hjá Relevo fjallar sömuleiðis um málið. Moretto hefur áður fjallað um þessi skipti í dag og um áhuga frá Spáni á Orra fyrr í sumar.
Orri Steinn er tvítugur framherji sem hefur verið hjá FCK í fimm ár; fór frá Gróttu til Danmerkur eftir tímabilið 2019.
Hann er aðalframherji FCK, stærsta félags Danmerkur, og hefur vakið athygli stórra félaga í Evrópu með frammistöðu sinni. Hann er á lista hjá Manchester City og hefur verið orðaður við félög á borð við Atalanta, Girona, Stuttgart og Porto í sumar.
Hann er landsliðsmaður og kemur til Íslands eftir helgi og tekur þátt í komandi leikjum í Sambandsdeildinni. Hann var fyrst valinn í landsliðið síðasta haust.
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld en skiptin virðast ætla að ganga í gegn fyrir það. Sociedad er í 13. sæti La Liga sem stendur og á leik gegn Getafe á sunnudag.
Félagskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því að útlit sé fyrir að Sociedad sé að kaupa Orra á 20 milljónir evra. Matteo Moretto hjá Relevo fjallar sömuleiðis um málið. Moretto hefur áður fjallað um þessi skipti í dag og um áhuga frá Spáni á Orra fyrr í sumar.
Orri Steinn er tvítugur framherji sem hefur verið hjá FCK í fimm ár; fór frá Gróttu til Danmerkur eftir tímabilið 2019.
Hann er aðalframherji FCK, stærsta félags Danmerkur, og hefur vakið athygli stórra félaga í Evrópu með frammistöðu sinni. Hann er á lista hjá Manchester City og hefur verið orðaður við félög á borð við Atalanta, Girona, Stuttgart og Porto í sumar.
Hann er landsliðsmaður og kemur til Íslands eftir helgi og tekur þátt í komandi leikjum í Sambandsdeildinni. Hann var fyrst valinn í landsliðið síðasta haust.
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld en skiptin virðast ætla að ganga í gegn fyrir það. Sociedad er í 13. sæti La Liga sem stendur og á leik gegn Getafe á sunnudag.
?????????? Orri Óskarsson set to join Real Sociedad for €20m package, deal in place. pic.twitter.com/8lXod0ki8K
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2024
Athugasemdir