Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 30. ágúst 2024 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Romano: Orri Steinn verður leikmaður Sociedad
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Real Sociedad virðist vera að kaupa Orra Stein Óskarsson frá FCK.

Félagskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því að útlit sé fyrir að Sociedad sé að kaupa Orra á 20 milljónir evra. Matteo Moretto hjá Relevo fjallar sömuleiðis um málið. Moretto hefur áður fjallað um þessi skipti í dag og um áhuga frá Spáni á Orra fyrr í sumar.

Orri Steinn er tvítugur framherji sem hefur verið hjá FCK í fimm ár; fór frá Gróttu til Danmerkur eftir tímabilið 2019.

Hann er aðalframherji FCK, stærsta félags Danmerkur, og hefur vakið athygli stórra félaga í Evrópu með frammistöðu sinni. Hann er á lista hjá Manchester City og hefur verið orðaður við félög á borð við Atalanta, Girona, Stuttgart og Porto í sumar.

Hann er landsliðsmaður og kemur til Íslands eftir helgi og tekur þátt í komandi leikjum í Sambandsdeildinni. Hann var fyrst valinn í landsliðið síðasta haust.

Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld en skiptin virðast ætla að ganga í gegn fyrir það. Sociedad er í 13. sæti La Liga sem stendur og á leik gegn Getafe á sunnudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner