„Þetta er fyrsti bikar sem ég vinn og þetta er geggjuð tilfinning," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður Vals, eftir að liðið fékk Íslandsmeistaratitilinn afhentan í dag.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 3 Víkingur R.
Eiður var frábær í vörn Vals í sumar en hann kom heim frá Holstein Kiel í Þýskalandi í vor.
„Ég var ekkert að koma heim með skottið á milli lappanna. Mér fannst bara vera kominn tími á að fá festu. Það var þreytt að ferðast með litlu stelpuna á milli landa. Ég hefði kannski verið áfram úti ef ég hefði verið einn," sagði Eiður.
ÍBV, uppeldisfélag Eiðs, bjargaði sæti sínu í Pepsi-deildinni í dag.
„Unnu þeir?" sagði Eiður. „Persónulega finnst mér þeir vera með alltof gott lið til að vera í fallbaráttu. Þeir þurfa að ræða málin fyrir næsta tímabil en það er gott að þeir héldu sér uppi," sagði Eiður.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir