Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   lau 30. september 2023 17:15
Brynjar Ingi Erluson
Son kom Tottenham í forystu - Átti mark Díaz að standa?
Tottenham Hotspur er komið í 1-0 gegn Liverpool á Tottenham Hotspur-leikvanginum í Lundúnum en það hafði ýmislegt gengið þar á undan.

Curtis Jones var rekinn af velli á 26. mínútu áður en Luis Díaz skoraði mark stuttu síðar.

Díaz var dæmdur rangstæður en sá dómur virtist fremur umdeildur þegar línurnar voru skoðaðar. Það tók VAR aðeins fimm sekúndur að komast að niðurstöðu áður en leikurinn hélt áfram.

Rétt eftir það kom Heung-Min Son Tottenham yfir með einföldu marki en James Maddison sendi boltann bakvið Joe Gomez, á Richarlison sem kom honum á Son og þaðan í netið.

Hægt er að sjá mynd af rangstöðunni og markið hans Son hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Son


Athugasemdir
banner
banner
banner