Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
banner
   mán 30. september 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég myndi kaupa hann ef ég væri hjá stærra félagi"
Bryan Mbeumo.
Bryan Mbeumo.
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Brentford, telur að Bryan Mbeumo muni spila fyrir stærra félag í framtíðinni.

Mbeumo hefur farið vel af stað á þessu tímabili og er algjör lykilmaður fyrir Brentford. Hann skoraði eftir eina mínútu í 1-1 jafntefli gegn West Ham um liðna helgi.

Mbeumo hefur skorað fimm mörk í fyrstu sex leikjum Brentford í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Að mínu mati er hann leikmaður í hæsta klassa. Ég er sannfærður um að hann muni spila fyrir stærra félag. Ég myndi kaupa hann ef ég væri hjá stærra félagi," sagði Frank eftir leikinn gegn West Ham.

Mbeumo var orðaður við Liverpool fyrir síðasta tímabil en það gekk ekki eftir. Hann er bara 25 ára og á nóg eftir af sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner