Bruno Fernandes er kominn í þriggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald í 0-3 tapi Manchester United gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Fernandes var rekinn af velli á 42. mínútu fyrir brot á James Maddison en Portúgalinn rann til þegar hann ætlaði að stöðva Englendinginn, sem varð til þess að hæll hans fór í hné leikmannsins.
Rauða spjaldið þótti mjög grimm ákvörðun og Dale Johnson, dómarasérfræðingur ESPN, telur að VAR-dómarinn hafi gert stór mistök þarna og hann hafi átt að breyta rauða spjaldinu í gult.
„Þegar við sáum önnur sjónarhorn, þá varð það ljóst að Fernandes hafði ekki leitt með eða náð neinni snertingu með tökkunum sínum og það var lítill kraftur í þessu," segir Johnson.
Hann telur að Man Utd muni áfrýja banninu. „Og það eru miklar líkur á að það komi góð niðurstaða úr því."
What do you make of Bruno Fernandes' red card? ???? pic.twitter.com/5WBPCiVLPX
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 29, 2024
Athugasemdir