Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola hrósar Amorim: Nunes talar mjög vel um hann
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City hrósar Rúben Amorim, Portúgalanum sem búist er við að taki við Manchester United.

City lagði Amorim og lærisveina í Sporting Lissabon 5-0 í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2022 en seinni leikurinn endaði 0-9.

„Ég get talað út frá reynslunni af því að spila tvisvar gegn Sporting liðinu hans og frammistaða þeirra var virkilega góð. Ég ræddi við Matheus Nunes sem var leikmaður hans og hann talar mjög vel um hann," segir Guardiola.

„Horfið á þetta tímabil, hann er að vinna alla leiki í portúgölsku deildinni og Meistaradeildinni. Með sama stigafjölda og við."

Guardiola segir að umræða um að Amorim, sem er 39 ára, sé of ungur til að taka við Manchester United.

„Af hverju ætti aldurinn að vera eitthvað vandamál? Ég tók við Barcelona 37 ára. Ef það er þekking til staðar og þú getur miðlað henni þá skiptir það ekki máli. Annars gæti Lamine Yamal ekki spilað 17 ára fyrir Barcelona er það? Ef þú ert með hæfileika, ert góður, þá skiptir aldurinn ekki máli."
Athugasemdir
banner
banner