Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle hefur áhuga á Mbeumo
Mynd: EPA
Newcastle United hefur áhuga á að fá Bryan Mbeumo, leikmann Brentford, í janúarglugganum en þetta kemur fram í Telegraph í dag.

Kamrúnski landsliðsmaðurinn hefur skorað átta mörk í níu deildarleikjum með Brentford á tímabilinu.

Það stefnir í að þetta verði hans besta tímabil með Brentford en hann þarf aðeins eitt mark til að jafna persónulegt markamet sitt í deildinni.

Eins og kom fram í slúðurpakkanum í morgun eru Arsenal og Liverpool bæði áhugasöm um Mbeumo, en Telegraph segir að Newcastle sé nú komið í baráttuna.

Newcastle væri til í að fá leikmanninn í janúarglugganum en þá þyrfti félagið að selja leikmenn næsta sumar til að eiga ekki á hættu að brjóta fjármálareglur deildarinnar.
Athugasemdir
banner