Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Slot ætlar ekki að losa sig við Chiesa
Mynd: Getty Images
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Arne Slot, stjóri Liverpool, segist ekki hafa látið sér detta það í hug að losa sig við ítalska vængmanninn Federico Chiesa í janúarglugganum, en hann segir að nú sé markmiðið að koma honum í form.

Liverpool fékk Chiesa frá Juventus í ágúst fyrir rúmar 10 milljónir punda.

Ítalinn fékk ekki að æfa með aðalliði Juventus á undirbúningstímabilinu þar sem hann neitaði að framlengja samning sinn og þá missti hann undirbúningnum hjá Liverpool.

Chiesa hefur spilað 78 mínútur í þremur leikjum með Liverpool og lagt upp eitt mark, en hann hefur ekki verið með í síðustu leikjum vegna meiðsla.

Síðustu daga hefur hann verið orðaður við endurkomu til Ítalíu en Slot vilja hjálpa Chiesa við að komast aftur í form og sé ekki að hugsa um að losa sig við hann.

„Það hefur ekki farið í gegnum hausinn á mér. Fyrst og fremst snýst þetta um að koma honum í form og síðan getum við séð hvar hann er staddur í ferlinu. Hann missti af undirbúningstímabilinu með okkur og hjá Juventus var hann á æfingum með lítilli ákefð þar sem hann æfði aðeins með 3-4 leikmönnum utan hópsins. Að fara úr því í deild og leikstíl þar sem ákefðin er mikil getur reynst erfitt fyrir alla leikmenn, en sérstaklega þegar undirbúningstímabilið var eins og það var,“ sagði Slot.
Athugasemdir
banner
banner
banner