Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. nóvember 2019 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Southampton kom til baka í uppgjöri tveggja neðstu liðanna
Southampton fagnar marki.
Southampton fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Quique Sanchez Flores. Starf hans er í hættu.
Quique Sanchez Flores. Starf hans er í hættu.
Mynd: Getty Images
Southampton 2 - 1 Watford
0-1 Ismaila Sarr ('24 )
1-1 Danny Ings ('78 )
2-1 James Ward-Prowse ('83 )

Southampton kom sér upp fyrir Norwich í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á botnliði Watford í lokaleik þessa laugardags. Fyrir leikinn voru Southampton og Watford tvö neðstu lið deildarinnar.

Það var Watford sem náði forystunni í Southampton þegar Ismail Sarr skoraði á 24. mínútu. Fyrsta mark Sarr á tímabilinu, en hann varð dýrastur í sögu Watford síðasta sumar - hann kostaði um 30 milljónir punda.

Staðan var 1-0 í hálfleik í þessum fallbaráttuslag, en á 78. mínútu kom jöfnunarmarið frá dýrlingunum. Danny Ings skoraði þá eftir sendingu Moussa Djanepo.

Með markinu fékk Southampton mikinn meðbyr og mikla trú á verkefninu. Fimm mínútum eftir mark Ings, þá skoraði James Ward-Prowse og kom heimamönnum yfir. Mark hans var glæsilegt, beint úr aukaspyrnu.

Southampton náði að halda út og landa sigrinum, þvílíkt mikilvægur sigur fyrir Ralph Hasenhuttl og hans menn.

Southampton er núna með 12 stig í 18. sæti á meðan Watford er aðeins með átta stig á botninum.

Þetta er fyrsti sigur Southampton í deildinni frá 14. september þegar liðið vann Sheffield United 1-0.

Talið er að sæti Quique Sanchez Flores hjá Watford sé orðið mjög heitt. Flores hefur aðeins haldið um stjórnartaumana í tólf leikjum. Hann var ráðinn eftir dapra byrjun liðsins á tímabilinu en Javi Gracia var þá rekinn.

Gæti hann misst vinnuna eftir þetta tap?

Önnur úrslit:
England: Newcastle tók stig af Man City
England: Chelsea tapaði á heimavelli - Van Dijk með tvennu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner