þri 30. nóvember 2021 09:38
Elvar Geir Magnússon
Bild talar um skandal: Lewandowski átti að fá gullboltann
Bild talar um skandal.
Bild talar um skandal.
Mynd: Bild
Robert Lewandowski og eiginkona hans, Anna Lewandowski.
Robert Lewandowski og eiginkona hans, Anna Lewandowski.
Mynd: EPA
Hvor hefði frekar fengið þitt atkvæði í Ballon d'Or gullboltanum? Lionel Messi eða Robert Lewandowski? Taktu þátt í könnun á forsíðu!

Þýska blaðið Bild segir það algjöran skandal að horft hafi verið framhjá Robert Lewandowski, framherja Bayern München og pólska landsliðsins, í vali á besta fótboltamanni heims.

Íþróttafréttamenn um allan heim velja og lenti Lewandowski í öðru sæti í kjörinu. Hann var þó ekki langt frá sigurvegaranum Lionel Messi.

Að flestra mati hefði Lewandowski unnið gullboltann á síðasta ári ef athöfninni hefði ekki verið aflýst vegna Covid heimsfaraldursins. Á þessu ári vann Lewandowski þýska meistaratitilinn með Bayern og skoraði 38 mörk í 30 deildarleikjum.

En það var argentínska goðsögnin Messi sem vann sinn sjöunda gullbolta. Lewandowski hefur aldrei hlotið titilinn.

„Þetta getur ekki verið satt. Þessi niðurstaða er skandall," er skrifað í Bild. Þýska goðsögnin Lothar Matthaus, sem vann Ballon d'Or 1990, tekur í sama streng:

„Í hreinskilni sagt þá skil ég ekki heiminn eftir þessa ákvörðun. Með fullri virðingu fyrir Lionel Messi og öðrum frábærum leikmönnum sem voru tilnefndir þá átti enginn meira skilið að vinna en Lewandowski. Hann sló markamet Gerd Muller, skorar mest í öllum keppnum og verið frábær með landsliðinu," segir Matthaus.

Lewandowski var valinn FIFA leikmaður ársins á síðasta ári. Þegar Messi tók við gullboltanum í gær þá kallaði hann eftir því að Lewandowski myndi fá Ballon d'Or verðlaunin fyrir síðasta ár. Margir hafa tekið undir þau orð hans.
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner