Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. nóvember 2021 11:52
Elvar Geir Magnússon
Leikur Man Utd gæti verið færður á hlutlausan völl
Ef leikurinn verður færður mun United missa af milljónum punda í áhorfendatekjum.
Ef leikurinn verður færður mun United missa af milljónum punda í áhorfendatekjum.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildarleikur Manchester United gegn svissneska liðinu Young Boys sem á að fara fram á Old Trafford 8. desember gæti verið færður á hlutlausan völl.

Hertari takmarkanir hafa tekið gildi eftir að omíkron-afbrigði Covid-19 vakti auknar áhyggjur. Reglurnar segja að þeir sem koma til Sviss frá Bretlandseyjum þurfi að fara í tíu daga einangrun.

UEFA bíður svara um það hvort lið Young Boys fái undanþágu frá þeim reglum. Ef reglurnar gilda um liðið þá gæti leikurinn verið færður á leikvang í öðru landi og mögulega á aðra dagsetningu.

Um er að ræða leik í lokaumferð A-riðils en Manchester United er þegar búið að vinna riðilinn. Young Boys á möguleika á að komast í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Ef leikurinn verður færður mun United missa af milljónum punda í áhorfendatekjum.

Víða um Evrópu hafa hertari samkomutakmarkanir tekið gildi. Þar á meðal í Sviss og einnig í Austurríki þar sem West Ham mætti Rapid Vín fyrir framan tómar stúkur í síðustu vikur. Allir leikir í Hollandi eru spilaðir án áhorfenda.
Athugasemdir
banner
banner
banner