Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 30. nóvember 2021 17:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur Sveindísi hafa tekið frábært skref - „Þar er bara kennsla"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í íslenska landsliðinu upp á síðkastið.

Sveindís er aðeins tvítug að aldri, en er orðin lykilmaður þrátt fyrir ungan aldur. Sveindís var að klára sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku þar sem hún lék með Kristianstad í Svíþjóð undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur.

Elísabet er gríðarlega fær þjálfari og segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, að það hafi verið mjög gott skref fyrir Sveindísi að fá þann skóla.

„Hún tók frábært skref, að fara í fótboltaskólu Elísabetu Gunnarsdóttur í Svíþjóð. Ég kannast við hann. Þar er bara kennsla. Þú kemst ekki upp með það að vera í kærulaus í varnarleik til dæmis, eða kærulaus í ákvörðunum þegar kemur að sóknarleik," sagði Margrét Lára á RÚV.

„Sveindís er búin að fara í gegnum þann skóla í eitt ár og hefur lært ofboðslega mikið. Hún er með frábært hugarfar. Fyrir mitt leyti er hún okkar besti sóknarmaður því hún skapar mjög mikið. Hún er búin að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. Hún er okkar besti sóknarmaður og við gætum ekki verið ánægðari með á hvaða stað hún er á."

Margrét telur að Sveindís geti bætt sig mikið og það verði spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.

Sveindís kemur til með að spila með þýska stórliðinu Wolfsburg á næsta ári.

Sjá einnig:
„Gæti kallað hana vinkonu mína þegar við erum ekki á vellinum"
Athugasemdir
banner
banner
banner