Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 30. nóvember 2022 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hilmar og erlendu leikmennirnir farnir frá Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Hilmar Andrew McShane.
Hilmar Andrew McShane.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa orðið nokkrar breytingar á leikmannahópi Grindavíkur að undanförnu en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Sex leikmenn hafa yfirgefið félagið á síðustu vikum.

Hilmar Andrew McShane, sem er uppalinn í Grindavík, hefur ákveðið að reyna fyrir sér hjá nýju félagi. Hilmar lék 33 leiki með Grindavík í deild- og bikarkeppni en hann er 23 ára gamall.

„Við hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur óskum honum alls hins besta í framtíðinni og vonumst til að sjá hann aftur í Grindavíkurtreyjunni áður en langt um líður," segir í tilkynningu félagsins.

Þá munu þeir erlendu leikmenn sem léku með liðinu á síðustu leiktíð ekki snúa aftur til félagsins. Þetta eru þeir Josip Zeba, Juan Martinez, Kairo Edwards John, Kenan Turudija og Vladimir Dimitrovski.

Af þessum leikmönnum þá spilaði Zeba, sem er miðvörður, lengst með Grindavík en hann hefur verið hjá félaginu frá 2019.

Grindavík stefnir á að fara upp í Bestu deildina næsta sumar en frá síðustu leiktíð þá hefur félagið ráðið nýjan þjálfara og samið við tvo nýja leikmenn. Helgi Sigurðsson tók við liðinu og eru þeir Einar Karl Ingvarsson og Kristófer Konráðsson búnir að semja við félagið.

Sjá einnig:
Óklárað verkefni frá 2014 - „Tvö lið í efstu deild sem höfðu samband"
Athugasemdir
banner
banner