Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 30. nóvember 2023 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Ef Aron er laus þá höfum við klárlega áhuga
Í leik með Breiðabliki 2019.
Í leik með Breiðabliki 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason er orðaður við heimkomu eftir þjú ár hjá sænska félaginu Sirius. Aron var einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins 2020 þegar hann lék á láni hjá Val.

Hann er áfram samningsbundinn Sirius, samningurinn þar rennur ekki út fyrr en um mitt ár 2025. Þrátt fyrir það er hann orðaður við Breiðablik, Val og KR hér á Íslandi.

Á fréttamannafundi í gær var Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, spurður út í Aron.

„Ég held það sé lítið að gerast akkúrat núna. Fókusinn okkar er klárlega á þessa leiki sem framundan eru. Ef Aron Bjarnason er laus og það er hægt að fá hann í Breiðablik, þá myndum við klárlega hafa áhuga á því," sagði þjálfarinn.

Fréttamannafundurinn var í tilefni af leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv sem fer fram á Kópavogsvelli klukkan 13:00 í dag.

Aron er fyrrum leikmaður Breiðabliks, lék með liðinu á árunum 2017-2019. Hann var keyptur til Ujpest í Ungverjalandi um mitt sumarið 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner