Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   fim 30. nóvember 2023 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Liverpool: Sóknartríóið kláraði dæmið
Cody Gakpo var einn af bestu mönnum leiksins
Cody Gakpo var einn af bestu mönnum leiksins
Mynd: Getty Images
Sóknarmennirnir Cody Gakpo, Luis Díaz og Mohamed Salah voru bestu menn Liverpool í 4-0 sigrinum á LASK Linz í Evrópudeildinni í kvöld.

Gakpo skoraði tvö gegn austurríska liðinu á meðan Díaz og Salah skoruðu hvor sitt markið. Salah lagði einnig upp eitt í leiknum.

Allir þrír leikmennirnir fá 8 frá Goal.

Skólabókardæmi hjá Liverpool sem er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Einkunnir Liverpool: Kelleher (7), Gomez (7), Konate (6), Quansah (6), Tsimikas (7), Gravenberch (6), Endo (7), Elliott (6), Gakpo (8), Díaz (8), Salah (8).
Varamenn: Alexander-Arnold (7), Nunez (7), Jones (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner