Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 30. nóvember 2023 14:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvar er gamla góða derhúfan?"
Sólin er lágt á lofti í Kópavoginum.
Sólin er lágt á lofti í Kópavoginum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Maccabi Tel Aviv leiðir með einu marki á Kópavogsvelli í hálfleik. Dan Bitton skoraði eina markið til þessa á 35. mínútu með skoti fyrir utan teig.

Skotið var ekki frábært en Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, virtist týna boltanum þar sem lág vetrarsólin skein í andlitið á honum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

Áhorfendur velta því fyrir sér af hverju Anton sé ekki með derhúfu til að reyna koma í veg fyrir að fá sólina í augun.

„Hvar er derhúfan?

Biton á skot að marki sem Anton Ari sér ekki vegna sólarinnar. Boltinn fer inn í markið. Þetta er skot sem Anton Ari á að verja og hann veit það. Fer aðeins af Kidda Steindórs en hann á samt að verja þetta,"
skrifaði Guðmundur Aðalsteinn sem textalýsir leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner