Real Madrid lætur vita af áhuga á Trent - Amorim ætlar ekki að versla í janúar - Cunha fær samningstilboð
   lau 30. nóvember 2024 23:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: HK.is 
Donni ráðinn aðstoðarþjálfari HK
Lengjudeildin
Mynd: HK

Halldór Heiðarsson, kallaður Donni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari HK. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Hann verður aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar sem tók við liðinu í vetur eftir að Ómar Ingi Guðmundsson hætti með liðið eftir að það féll úr Bestu deildinni í sumar.


Donni hefur undanfarin þrjú ár verið í þjálfarateymi Leiknis en HK segir frá því að hann sé að vinna að því að klára UEFA Pro þjálfaragráðuna.

Hermann og Donni munu því vinna saman að því að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu en liðið mun spila í Lengjudeildinni næsta sumar. Hermann kann þá list að koma liði upp í Bestu deildina því hann stýrði ÍBV til sigurs í Lengjudeildinni síðasta sumar.

"HK er öflugt félag sem býr yfir frábærri aðstöðu og hefur innviði til að byggja upp samkeppnishæfan meistaraflokk á komandi árum," sagði Donni í samtali við HK eftir undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner