Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 31. janúar 2020 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Kristófer kom inn í góðum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Troyes 1 - 2 Grenoble
0-1 Arsene Elogo ('36)
1-1 Florian Tardieu ('63)
1-2 Willy Semedo ('84)

Kristófer Ingi Kristinsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í góðum sigri Grenoble í frönsku B-deildinni í kvöld.

Grenoble heimsótti Troyes, sem er í umspilsbaráttunni, og leiddi í hálfleik þökk sé marki frá Arsene Elogo.

Heimamenn voru sterkari í síðari hálfleik og jafnaði Florian Tardieu metin áður en Kristófer Ingi kom inn af bekknum.

Willy Semedo stal sigrinum fyrir Grenoble á 84. mínútu með eina skoti gestanna sem hæfði rammann eftir leikhlé.

Grenoble er um miðja deild, með 30 stig eftir 22 umferðir. Sjö stigum frá umspilssæti og ellefu stigum frá fallsæti.

Þetta var í þriðja sinn sem Kristófer kemur við sögu frá komu sinni til félagsins. Hann kom einnig við sögu í tapi gegn AC Ajaccio í þarsíðustu umferð og jafntefli gegn Le Mans í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner