Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   þri 31. janúar 2023 14:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Terem Moffi til Nice (Staðfest)
Mynd: Nice
Terem Moffi er genginn í raðir Nice frá Lorient. Moffi er 23 ára nígerískur framherji sem var orðaður við bæði Southampton og West Ham í glugganum.

Moffi kemur á láni frá Lorient út tímabilið en Nice þarf svo að kaupa hann alfarið í sumar. Alls kostar hann um 25 milljónir punda.

Hann kom til Lorient frá Kortrijk í Belgíu árið 2020 og hefur í 83 deildarleikjum skorað 32 mörk fyrir Lorient. Tólf mörk hefur hann skorað í átján leikjum á þessu tímabili.

Eini leikmaðurinn sem hefur skorað meira á tímabilinu er Kylian Mbappe sem hefur skorað þrettán mörk í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner