„Þetta var erfiður leikur og menn fengu að hlaupa. Mjög góður leikur, virkilega gaman að vinna þetta og klára þetta.“ sagði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Breiðabliks, en Óli er nýkominn í Kópavoginn úr Stjörnunni.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 4 Breiðablik
Óli spilaði sem framherji í dag, hvernig fannst honum það?
„Bara gaman. Ég spilaði þar líka í seinasta leik, það er eitthvað nýtt. Ég er ekkert búinn að spila þar mikið seinustu ár og það er bara virkilega gaman.“
Óli skoraði fyrsta mark leiksins sem kom eftir að örfáar sekúndur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Var markið planað?
„Við töluðum um það að það var opið fyrir hlaupin á bakvið og við vorum búnir að finna það í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik og við náðum inn marki beint eftir hálfleikinn sem var bara þægilegt.“
Hvernig var að mæta þínum gömlu félögum í dag?
„Bara virkilega gaman, toppmenn.“
Óla finnst Blikaliðið á góðum stað í dag.
„Liðið er í mjög góðu standi miðað við tímann og á virkilega góðum stað.“
Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.