Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
   fös 31. janúar 2025 23:58
Sölvi Haraldsson
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Óli Valur spilaði í treyju númer 9 í dag og skoraði eitt.
Óli Valur spilaði í treyju númer 9 í dag og skoraði eitt.
Mynd: Breiðablik

Þetta var erfiður leikur og menn fengu að hlaupa. Mjög góður leikur, virkilega gaman að vinna þetta og klára þetta.“ sagði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Breiðabliks, en Óli er nýkominn í Kópavoginn úr Stjörnunni.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  4 Breiðablik

Óli spilaði sem framherji í dag, hvernig fannst honum það?

Bara gaman. Ég spilaði þar líka í seinasta leik, það er eitthvað nýtt. Ég er ekkert búinn að spila þar mikið seinustu ár og það er bara virkilega gaman.

Óli skoraði fyrsta mark leiksins sem kom eftir að örfáar sekúndur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Var markið planað?

Við töluðum um það að það var opið fyrir hlaupin á bakvið og við vorum búnir að finna það í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik og við náðum inn marki beint eftir hálfleikinn sem var bara þægilegt.

Hvernig var að mæta þínum gömlu félögum í dag?

Bara virkilega gaman, toppmenn.

Óla finnst Blikaliðið á góðum stað í dag.

„Liðið er í mjög góðu standi miðað við tímann og á virkilega góðum stað.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner