Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. mars 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Andri Rafn Yeoman með Blikum þegar mótið fer af stað
Andri Rafn Yeoman.
Andri Rafn Yeoman.
Mynd: Eyþór Árnason
Miðjumaðurinn Andri Rafn Yeoman er kominn til landsins og er í sóttkví. Hann verður með Breiðabliki þegar nýtt tímabil fer af stað.

Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Andri er leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi en hann hélt til Ítalíu síðasta haust þar sem hann stundar nám við verkfræði.

Upphaflega átti Andri að koma til Íslands í júlí en hann kom fyrr heim vegna heimsfaraldursins. Hann er nú í sóttkví.

Breiðablik mun mæta Gróttu í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar þetta tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner